sixnineone

... user unknown ...

7.4.05

Af fótbolta

Mér finnst fótbolti skemmtilegur, í sjálfu sér.

 

Mér finnst gaman að spila hann, og mér finnst gaman að horfa á góðan leik öðru hverju.

 

Leikir íslenskra félagsliða finnst mér hinsvegar óáhugaverðir. Tuttugu strákar sem vinna á daginn sem leikmyndasmiðir að berjast á móti rokinu og slyddunni, hálf-kalnir á leggjunum, spólandi í freðnum drullupyttum til að reyna að vinna leiki sem svo sanna ekkert.

 

Á hliðarlínunni standa svo vinir og kunningjar, plús einhverjar einmana sálir sem greinilega höfðu ekki “kapasítet” til að finna sér einhvern betri stað til að vera á, og æpa hvatningarorð einsog “Áfram Siggi!” og “Pota þetta strákar!”

 

En það merkilegasta í þessu öllu saman er að heyra fólk tala saman um fótbolta, framvindu og úrslit leikja, einsog þetta séu einhverjir hlutir sem í raun og veru skipta máli, í stað þess að vera bara léttvæg dægradvöl.

 

...en, það er sjálfsagt ágætt að fólk hafi ekki stærri vandamál.