sixnineone

... user unknown ...

10.3.05

Þættir af klæðskiptingum og smekkleysu

Undirritaður lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á uppistand Eddie Izzards sem fram fór í plebbalega kjallaranum á Hótel Íslandi síðastliðið kvöld.
 
Sjóvið byrjaði nánast á slaginu níu, húsið opnaði átta, en ég beið í biðröð fyrir utan frá klukkan sex, þvílíkar voru aðfarirnar.
 
Ég hef nú svosum kannski ekki efni á að amast, þar sem nokkrir vina minna fengu að smeygja sér í röðina hjá okkur, en það fór mikið fyrir brjóstið á mér hvað röðin virtist lengjast mikið eftir því sem á leið.... fyrir framan mig.
 
Eddie stóð svo sannarlega undir væntingum, sem er ekkert sjálfgefið þar sem þær væntingar hafa verið byggðar upp á ca. tíu ára tímabili og stigmagnaðar af reglubundnum rítualískum upprifjunum á nánast öllu hans upptekna efni. Hann kom með mikið af nýju efni í bland við gamalt og gott, sem þó var allt með ferskum keim. Kappinn var - nærstöddum til mikillar furðu - klæddur venjulegum karlmannsfötum. Einhverjir vilja meina að hann hafi þarna aðeins svikist um með því að sleppa kvenmannsfötunum, en ég hef aðra kenningu:
 
Hann er einfaldlega svo mikill klæðskiptingur að hann tók tvo fasa, þar sem flestir láta sér nægja einn. Hann var einskonar hreiðraður transvestite: (Izzard * transvestite) * transvestite.
 
Mínus og mínus gera plús, og allt það.
 
Sýningin var sumsé í heild sinni snilld. Lokin skyggðu þó aðeins á ánægju mína þegar landar mínir sýndu svo klárlega að við erum ennþá torfbæjafólk inni við beinið. Einhverjir ræpandi nerðir þurftu að stökkva upp á svið og veitast að kappanum í spenningi sínum, með faðmlögum og ótilheyrandi væntumþykjumerkjum, sem við "eðlilega" fólkið geymum fyrir ættingja og nána vini. Við sem úti í sal sátum gátum ljóslega séð að Izzard sjálfum þótti aðeins of langt gengið.
 
Upphitararnir stóðu sig.... misjafnlega. Þorsteinn Guðmundsson var góður, nokkuð klúr, en fjári fyndinn. Að Pétur Jóhann Sigfússon hinsvegar hafi einhverntímann verið valinn fyndnasti maður landsins finnst mér bara segja meira til um að lítil samkeppni hafi verið til staðar á þeim tíma en hans hæfileika til að skemmta áhorfendum.
 

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home