sixnineone

... user unknown ...

22.3.05

Og enginn segir neitt

Ég var að spá í þetta með páskaeggin.
 
Ég held að flestir geti sætt sig á að páskar, einsog við ættum að þekkja þá, séu kristin hátíð lituð af siðum frjósemishátíða fyrri tíma.
 
Páskaeggið og páskaunginn ofan á því eru klárlega tákn frjósemishátíðanna. Ekki beint kristin tákn, en svosum langt frá því and-kristin, þannig að jafnvel þeir allra "heilögustu" ættu að geta sætt sig við þau.
 
Ég er ekkert smámunasaur þegar kemur að þessum hátíðum... kæmist til að mynda vel af án jólatrés á jólum... en finnst engum öfugsnúið að troða fyrst Strumpafígúrum, og svo núna í seinni tíð einhverjum Púkagrýlum ofan á páskaeggin?
 
Mér finnst einhvernveginn Púkar og upprisa Krists ekki beint eitthvað sem maður setur í sama réttinn :)

1 Comments:

  • At 12:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gott að þú sért ekki Smámunasaur

     

Skrifa ummæli

<< Home