Býflugnafræðarinn
Þá er komið að þeim árstíma að býflugurnar fara á stjá. Undirrituðum hefur alltaf þótt leiðinlegt að horfa upp á þá fordóma sem blessaðar býflugurnar þurfa að þola.
Algengt er að fólk rugli saman býflugum og geitungum, og haldi að þetta séu einn og sami hluturinn. Einnig er svo til fólk sem heldur að litlu randaflugurnar (ræfilslegu litlu greyin sem standa stundum í stað í loftinu) geti stungið sig eða séu hættulegar, einfaldlega af því þær eru svona semi-röndóttar.... vitleysa.
Áður en lengra er haldið er kannski rétt að taka fram að undirritaður hefur í gegnum árin í fávisku sinni verið að þylja að einhverju leiti ósannindi um býflugur, en það mun sumsé leiðréttast hér.
Þær flugur sem við köllum í daglegu tali býflugur eru þær sem má sjá á myndinni hérna til vinstri og nefnast á ensku Bumble Bees. Þær eru saklausir hunangssafnarar sem engin ástæða er til að hræðast. Þær æsast ekki upp einsog geitungar og eru friðsælar skepnur í eðli sér, rétt einsog kýr.
Býflugnabúið inniheldur þrjár gerðir flugna sem eru Drottningar, kvenvinnudýr og Karlvinnudýr. Drottningarnar eru stærstar og eru þær sem við sjáum hlunkast um á vorin í leit að góðu bústæði.
Kvenvinnudýrin eru næst í röðinni, aðeins minni en drottningar, og fjölmennari (að því gefnu að orðhlutinn ‘-menn’ eigi við um flugur). Karldýrin eru svo minnst og fjölmennust.
Fyrri hluta sumars eru einu flugurnar sem við sjáum drottningar og kvendýr, en svo þegar flugunum skyndilega fjölgar síðsumars þá eru það karldýrin sem klakin eru úr eggjum og farin á stjá.
Það sem flestir hafa áhyggjur af er að vera stunginn af býflugu. Rétt er þá að árétta eftirfarandi:
Að lokum hvet ég ykkur til að hvetja þá sem þið þekkið og þjást af býfluguótta að lesa þetta yfir, og kynna sér málið betur.
Heimildir: http://hercules.users.netlink.co.uk/Bee.html
Algengt er að fólk rugli saman býflugum og geitungum, og haldi að þetta séu einn og sami hluturinn. Einnig er svo til fólk sem heldur að litlu randaflugurnar (ræfilslegu litlu greyin sem standa stundum í stað í loftinu) geti stungið sig eða séu hættulegar, einfaldlega af því þær eru svona semi-röndóttar.... vitleysa.
Áður en lengra er haldið er kannski rétt að taka fram að undirritaður hefur í gegnum árin í fávisku sinni verið að þylja að einhverju leiti ósannindi um býflugur, en það mun sumsé leiðréttast hér.
Býflugnabúið inniheldur þrjár gerðir flugna sem eru Drottningar, kvenvinnudýr og Karlvinnudýr. Drottningarnar eru stærstar og eru þær sem við sjáum hlunkast um á vorin í leit að góðu bústæði.
Kvenvinnudýrin eru næst í röðinni, aðeins minni en drottningar, og fjölmennari (að því gefnu að orðhlutinn ‘-menn’ eigi við um flugur). Karldýrin eru svo minnst og fjölmennust.
Fyrri hluta sumars eru einu flugurnar sem við sjáum drottningar og kvendýr, en svo þegar flugunum skyndilega fjölgar síðsumars þá eru það karldýrin sem klakin eru úr eggjum og farin á stjá.
- Aðeins kvenflugur (drottningar og kvenvinnudýr) geta stungið. Karldýrin, þau langlanglang fjölmennustu eru hreinlega broddlaus.
- Býflugur eru friðsemisskepnur og kvendýrin sem geta stungið gera það aðeins í neyð. Býfluga stingur aldrei að fyrra bragði. Hún getur lent á handlegg þínum og skoðað þig í smá stund, en hún er bara að athuga hvort þú sért nokkuð blóm.. þegar hún sannfærist þá flýgur hún á brott. Rétt er að taka fram að ég hef í gegnum árin haldið því fram að býflugur sem stinga missi broddinn og deyji, en það er víst ekki rétt hjá mér.
Að lokum hvet ég ykkur til að hvetja þá sem þið þekkið og þjást af býfluguótta að lesa þetta yfir, og kynna sér málið betur.
Heimildir: http://hercules.users.netlink.co.uk/Bee.html
2 Comments:
At 7:02 f.h.,
Inga Elínborg said…
hey, hvað á það að þýða að leifa ekki að pósta kommenti án þess að logga sig inn á blogger account .. nú er ég t.d. ekki með blogger account og stefni ekkert á að næla mér í slíkan .. en hefði samt áhuga á að taka þátt í djúpum hugsunum þínum (perrar: nei, þetta er ekkert kynferðislegt) .. anyhoo, áfram býflugur (og já, þetta er bara eitt dæmi um þýðingarfull comment sem þú ert að fara á mis við)
- Arne Århus
At 3:19 e.h.,
notandi 691 said…
Ég var bara ekki að átta mig nógu vel á þessu Blogger batteríi.
Er núna að sjálfsögðu búinn að leggjast í rannsóknarvinnu með þeim árangri að opnað hefur verið fyrir óheflaðan pöpulinn inn á commentakerfið
Skrifa ummæli
<< Home